Almennir skilmálar

Almennir skilmálar á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða ohf

Almenn ákvæði

Tæknilegir tengiskilmálar hitaveitna gilda á orkuveitusvæði OV

Tæknilegir tengiskilmálar raforkudreifingar gilda á orkuveitusvæði OV

Með umsókn um heimtaug þarf að fylgja eftirfarandi:

  1. Byggingarleyfi frá viðkomandi byggingaryfirvöldum.
  2. Afstöðumynd sem sýnir húsið og næsta umhverfi í mælikvarða 1:500.
  3. Rafteikning sem sýnir a.m.k. inntak heimtaugar og sniðmynd af aðaltöflu.

Sérákvæði

Fyrir heimtaugar greiðist samkvæmt gildandi verðskrá OV. Heimtaug skal greiða áður en hafist er handa um lagningu hennar, þ.e.a.s. eftir að OV hefur staðfest, að öll skilyrði til afgreiðslu heimtaugar hafi verið uppfyllt. Sama gildir um heimtaugar sem lagðar eru samkvæmt sérstökum kostnaðarútreikningi, svo sem sumarhúsaheimtaugar, sveitaheimtaugar og bráðabirgðaheimtaugar. Nauðsynlegt er að sækja um heimtaugar með góðum fyrirvara. Þess skal þá gætt, að reglum OV og skilmálum sé fylgt. Sé þar einhverju ábótavant, getur það valdið töfum á afgreiðslu heimtaugarinnar.

Öll ný einbýlishús og raðhús á þéttbýlisstöðum eiga að vera með þriggja fasa rafmagni. Jafna skal álagi neysluveitna á fasa eftir því sem kostur er og tengja þriggja fasa tæki á þrjá fasa.

Nýir sumarbústaðir eða ný hús þar sem ekki er dagleg viðvera, getur OV krafist að sérstakur mælikassi verði settur upp utan á viðkomandi húsi.

Tilvísanir

Tæknilegir tengiskilmálar hitaveitna

Tæknilegir tengiskilmálar vatnsveitna
Tæknilegir tengiskilmálar raforkudreifingar