Hvað kostar að fá OV/e1 hleðslulykilinn?
Hleðslulykillinn kostar ekkert. Þú getur sent inn beiðni á ov@ov.is eða sótt hleðslulykilinn í næsta útibúi Orkubúsins.
Hvað kostar að nota e1 appið?
Appið er gjaldfrjálst.
Hvernig nota ég e1 appið til að hlaða?
- Þú skráir þig inn í appið.
- Skráðu nafn, netfang og greiðslukort inn í appið.
- Þú tengir bílinn við hleðslustöðina og opnar með appinu annað hvort með QR kóða tengis eða velur stöðina í appkortinu og smellir á "hefa hleðslu"
- Þú fylgist með hleðslunni í appinu.
- Þú stöðvar hleðslu með appinu eða með því að aftengja bílinn.
Hvernig skrái ég hleðslulykil í appið?
Til að nota OV/e1 lykil sem greiðsluleið þá þarf að skrá lykilinn inn í appið, þú velur hamborgarann efst í vinstra horninu, velur RFID lyklar og fylgir leiðbeiningum. Einnig er hægt að hafa samband við Orkubú Vestfjarða og við aðstoðum þig við að tengja lykilinn.
Hvað kostar að hlaða rafbíl?
Hraðhleðsla 150kW (DC) |
Hraðhleðsla 50kW (DC) |
Hleðsla (AC) |
60 kr./kWh |
45 kr./kWh |
30 kr./kWh |
Get ég tekið frá hleðslustöð?
Nei, það er ekki hægt eins og er.
Geta fyrirtæki fengið fleiri hleðslulykla?
Já, fyrirtæki geta verið í reikningsviðskiptum og hægt að gefa út hleðslulykla á bíla fyrirtækisins.