1. Tilgangur og gildissvið
Markmið með jafnlaunastefnu OV er að tryggja að allt starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu og/eða jafn verðmæt störf.
2. Ábyrgð
Orkubússtjóri ber ábyrgð á að jafnlaunastefna Orkubúsins standist gildandi lög, hverju sinni, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
3. Framkvæmd
Orkubúið mun:
» innleiða, skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi.
» fylgja viðeigandi lögum og reglum sem gilda um jafnlaunavottun á hverjum tíma.
» framkvæma árlega launagreiningu sem gefur til kynna hvort um kynbundinn launamun sé að ræða.
» framkvæma innraeftirlit árlega.
» bregðast við óútskýrðum launamun skv. VR 04 Umbætur.
» kynna árlega fyrir starfsmönnum niðurstöður úttekta og launagreiningar á kynbundnum launamun.
» Birta jafnlaunastefnu sína á innri og ytri vef fyrirtækisins og kynnir hana fyrir öllu starfsfólki.