Mjólkárvirkjun
Á árinu 1956 hófu Rafmagnsveitur ríkisins byggingu virkjunar í Mjólká sem nýtti fallið úr Borgarhvilft niður í Borgarfjörð, u.þ.b. 210 m. Miðlun í vatninu er 0,35 Gl, heildarlengd á stíflum 470 metrar og yfirfall 30 metra langt. Þrýstipípan er 987 metrar úr stáli. Þvermál efst 800 mm og neðst 700 mm. Virkjunin tók til starfa 1958.