Starf svæðisstjóra á Hólmavík

18. mars 2025

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar á Hólmavík. Starfssvæðið er stórt, allt frá Hrútafjarðarbotni, norður Strandir í Árneshrepp, Reykhólahreppur og Ísafjarðardjúp að hluta.

Viðkomandi mun stýra samhentum vinnuflokki veitusviðs Orkubús Vestfjarða sem hefur sínar höfuðstöðvar á Hólmavík. Fram undan eru stór verkefni á svæðinu. Orkubúið stefnir að byggingu nýrrar virkjunar í Selárdal í Steingrímsfirði á næstu árum, auk þess sem áfram er unnið að því að færa dreifikerfi Orkubúsins úr loftlínum í jarðstrengi.

Starfið er mjög fjölbreytt og kemur svæðisstjóri að skipulagningu allra verkefna á svæðinu sem snúa að nýframkvæmdum, viðhaldi og endurnýjun í dreifikerfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun verkefna.
  • Gerð framkvæmdaáætlunar í samráði við framkvæmdastjóra veitusviðs.
  • Verkefnastjórnun og samskipti við hagaðila.
  • Stjórnun vinnuflokks veitusviðs.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í rafvirkjun.
  • Rafmagnstæknifræðingur, eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af veitustarfssemi er mikill kostur.
  • Reynsla af verkefnastýringu.
  • Leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, jákvæðni og metnaður í starfi.  
  • Færni í skipulagningu verka ásamt skipulögðum vinnubrögðum.
  • Geta til að vinna sjálfstætt sem og í hópi. 
  • Góð almenn tölvukunnátta.
17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025

17. febrúar 2025

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2025

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2025

14. febrúar 2025

Netmáli 1.0 til kynningar

Dreifiveitur rafmagns kynna hér til umsagnar Netmála 1.0 - Skilmálar um viðbótarkostnað vegna nýrra...