Blævardalsárvirkjun er næstminnsta vatnsvél Orkubús Vestfjarða sem nú er í rekstri. Virkjunin er hlekkur í rafmagnsframleiðslu í Ísafjarðardjúpi og tengd raforkulínum þar.
Blævadalsárvirkjun var endurbyggð árin 2004 og 2005 í kjölfar bilunar í höfuðloka í byrjun árs 2004, en þá eyðilagðist mikið m.a. rafallinn.