Kortasjá

12. desember 2008

Kortasjá Loftmynda er komin á heimasíðu Orkubúsins.  Í kortasjánni er hægt að skoða kort af þjónustusvæði Orkubús Vestfjarða. Hægt er að færa, stækka þau og minnka, mæla fjarlægðir og leita að heimilsfangi. Hægt er að velja á milli þess að hafa sem undirlag hefðbundið gatnakort eða myndkort og sýna aðrar kortaþekjur þar ofan á.

Stjórntæki

Kortaþekjur Birta eða fela kortaþekjur.
Velja: Velja og sjá ítarupplýsingar um landfræðileg gögn. 
Athugið að þetta tól er ekki til staðar í öllum kortum.
Þysja inn (zoom in): Stækka mælikvarða kortsins. Velja stað á kortinu sem á stækka, halda niðri vinstri músatakka og draga yfir kortið til að velja nýtt svæði.
Þysja út (zoom out): Minnka mælikvarða kortsins.
Hliðra: Færa kortið til. Halda niðri vinstri músatakkanum og má þá draga kortið til á skjánum.
Upphafskort: Sækja upphafskort.
Mæla fjarlægð: Velja stað á kortinu þar sem byrja á að mæla og tvísmella síðan til að kára mælinguna. Niðurstaðan kemur í gráa reitin efst til hægri. Ef "shift" takkanum á lykklaborðinu er haldið niðri er hægt að mæla brotna línu.
Hjálp: Leiðbeiningar um notkun kortanna.
Stýrirönd: Notuð til að færa kortið til, minnka það eða stækka.
Krækja: Notað til að geyma stöðu kortsins til að kalla á síðar td. frá annari heimasíðu eða senda í tölvupósti sem krækju. Hægrismella á krækjuna og velja "Copy Shortcut" í Internet Explorer eða sambærilega aðgerð í öðrum vöfrum.


Leita

Hægt að leita eftir heimilisfangi. Hægt er að slá inn hluta heimilsfangs td. "Arnar" til að finna öll heimilsföng sem standa við Arnarás. Eftir að ýtt er á "Leita" (eða Enter á lykklaborðinu) koma upp niðurstöður í lista. Ef tiltekið heimilsfang er valið úr listanum færist kortið á þann stað og möguleiki er á að skoða upplýsingar um viðkomandi fasteign hjá Fasteignamati ríkisins eða í Símaskrá. Ef að til eru skannaðar teikningar af viðkomandi húsi er hægt að sjá yfirlit yfir þær til að skoða eða prenta.

R.E. 08.12.2008

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...