Verðskrá raforkusölu OV breytist 1. júlí 2009

30. júní 2009

Landsvirkjun hefur ákveðið að hækka verð á raforku um 7,5% frá og með 1. júlí. Í kjölfar þessarar ákvörðunar Landsvirkjunar hefur stjórn Orkubús Vestfjarða ákveðið að hækka verðskrá OV fyrir raforkusölu um 7,5% að jafnaði frá og með sama tíma.

Ákveðið var að fella öll fastagjöld út úr verðskránni og hækkar orkuverðið sem því nemur.

Þrátt fyrir þessa hækkun er Orkubú Vestfjarða með eitt lægsta orkuverð á Íslandi.

Verðskrár OV má skoða hér til hliðar.

Kristján Haraldsson

orkubússtjóri

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025