Orkubú Vestfjarða sölusvið gerir samninga um orkukaup og sölu

20. nóvember 2009

Sölusvið Orkubús Vestfjarða hefur nýlega gert samning við Íslenska kalkþörungafélagið ehf um sölu á raforku til þurrkunar á kalkþörungum í verksmiðju félagsins á Bíldudal.

Fram til þessa hefur Kalkþörungaverksmiðjan notast við gas til þurrkunar.

Umfang samningsins sem er til tveggja ára er allt að 10,5 GWh á ári og hámarksafl um 3 MW.

Jafnframt hefur sölusvið OV gert samning við Orkuveitu Reykjavíkur til sama tíma um kaup á orku til að mæta orkuþörf Kalkþörungaverksmiðjunnar.

Gert er ráð fyrir að orkuafhending hefjist í  9. viku ársins 2010.

Sigurjón Kr. Sigurjónsson

framkvæmdastjóri fjármálasviðs

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025