Landsnet hefur haft þá stefnu að stjórna öllu sýnu kerfi út frá sinni stjórnstöð í Reykjavík og er þessi breyting liður í þeirri stefnu. Sú skoðun hefur verið innan Orkubús Vestfjarða að þessi stýring og gæsla ætti að vera áfram innan fyrirtækisins, þar sem henni hefur verið sinnt áfallalaust, en skilningur er þó á þessari ákvörðun Landsnets og þar tekið tillit til ábendinga OV.
Frá stofnun Orkubús Vestfjarða, hefur það stjórnað öllu raforkukerfi á vestfjörðum frá 66 kV spennu og allt niður í lágspennu. Árið 1987 var aðveitustöð í Stóruurð gerð fjarstýranleg og í dag er allt flutningskerfi ð fjarstýranlegt.
Landsnet var stofnað 2004 á grundvelli nýrra raforkulaga. Í kjölfarið lagði Orkubúið allt 66 kV flutningskerfi sitt, sem þá var, inn í Landsnet í staðinn fyrir eignarhlut í hinu nýstofnaða fyrirtæki.
Frá 1. janúar 2005 hefur verið í gildi samningur milli fyrirtækjanna, þar sem Orkubúið tekur að sér stýringu og gæslu 66 kV kerfis Landsnets á vestfjörðum. Gildistími þessa samnings lauk nú í morgun.
Samstarf Orkubús Vestfjarða og Landsnets hefur alla tíð verið mjög gott og er það von okkar að þessi breyting muni á allan hátt ganga vel, rafmagnsnotendum á vestfjörðum til heilla.
Ísafirði 1. Mars 2010
Halldór V Magnússon
Framkvæmdastjóri rafveitusviðs