Í dag var undirritaður samningur milli Orkubús Vestfjarða og Vestfirskra Verktaka um stækkun og breytingu á stöðvarhúsi virkjunarinnar. Samningsupphæð eru rúmar 67 Mkr. Verklegar framkvæmdir hefjast eftir næstu helgi. M.a. verður stöðvarhúsið lengt um 6,3 m til að koma nýrri vélasamstæðu fyrir. Lengingin gerir það að verkum að hægt er að framleiða raforku með gömlu vélinni fram eftir sumri og er áætlað að stöðva hana fyrstu daga í ágúst. Áætlað að nýja vélin verði komin í rekstur um miðjan september.