Verðskrá OV fyrir raforkusölu hækkar um 2,8% frá og með 1. júlí 2011.
Þetta gildir um alla liði verðskrárinnar nema ótryggða orku.
Þessi hækkun verðskrár er nauðsynleg til þess að mæta hækkun á heildsölugjaldskrá Landsvirkjunar um 2,8% frá 1. júlí.
Þrátt fyrir þessa hækkun verður Orkubú Vestfjarða áfram með eitt lægsta auglýsta raforkuverð á landinu.
Verðskrá OV fyrir raforkusölu má finna hér.