Framleiðsla hafin á ný í Mjólká

17. nóvember 2011

201111-1-1.jpg

201111-1-2.jpgEftir hádegi í dag var vél II ræst á nýjan leik og framleiðsla er hafin.  Búið að setja vélina á flutt afl þegar þetta er skrifað og er verið að skoða frávik í mælingum og ekki komin niðurstaða í hvað olli þessari bilun.  Forsagan er sú að vélin var stöðvuð vegna vinnu innandyra í stöðvarhúsinu mánudaginn 7 nóv.  Undan því vorum við búnir að sjá olíuleka úr neðri legu vélarinnar og var framleiðanda strax gert viðvart.  Ábyrgð þeirra er 30 mánuði eftir gangsetningu og allar viðgerðir innan þess tíma eru gerðar í samráði þá.  Varnarbúnaður vélarinnar er mjög góður og fyrir utan hitaskynjara í legum, þá er einnig titringsmæling og hvorugt skráði óeðlileg frávik á meðan vélin var í rekstri.

Til stóð að ræsa vélina kl. 19.00, 13 nóv og þegar á reyndi þá stöðvaðist vélin í miðju ræsingarferlinu.  Vélin var föst, eða hún snerist ekki með því vatni sem áður dugði til að koma henni uppá snúning.  Í samráði við vélaframleiðanda er búið að tjakka vélina lausa og eins og áður sagi er var vélin sett í gang.  Sérfræðingar frá framleiðanda er væntanlegur næstu daga til að finna orsök fyrir þessari bilun, bæði hvað olli festunni og lekan á legunni.

Orkusvið
Sölvi R Sólbergsson 

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...