Í tilefni 10 ára afmælis Orkubús Vestfjarða ohf þann 1. júlí s.l. ákvað stjórn OV að veita 1.750.000.- króna styrk til hérðassambandanna á Vestfjörðum og Ungmennafélagsins Aftureldingar á Reykhólum. Styrknum skyldi varið til eflingar á barna og unglingastarfi félaganna og var sérstaklega horft til Unglingalandsmóts UMFÍ 2011.
Skipting styrkfjárhæðarinnar var eftirfarandi:
Héraðssamband Strandamanna
200.000
Ungmennafélagið Afturelding
50.000
Héraðssamband Vestfirðinga
1.000.000
Héraðssamband Bolungarvíkur
200.000
Héraðssambandið Hrafnaflóki
300.000
Einnig var ákveðið að veita 500 þús til ýmissa annarra verkefna á starfssvæði OV. Þriggja manna nefnd, skipuð á eftirfarandi fulltrúm: varformanni OV, orkubústjóra og fulltrúa Starfsmannafélags OV, var ætlað að yfirfara styrkbeiðnir og leggja tillögur sínar fyrir stjórn OV.
Tillögur nefndarinnar eru eftirfarandi:
Unglingastarf KFÍ 100.000.- kr.
Sæfari siglingaklúbbur 100.000.- kr.
Meistaraflokksráð kvenna BÍ/Bol stofnstyrkur 100.000.- kr.
Framför, styrktarsjóður skíðamanna á Ísafirði 50.000.- kr.
Skiðafélag strandamanna, til kaupa á búningum fyrir æskufólk 50.000.- kr.
Slysavarnardeild kvenna og Björgunarfélag Ísafjarðar, nætursjónauki 50.000.- kr.
Skrúður við Núp 30.000.- kr.
Leikfélag Patreksfjarðar, vegna leiksýningar 20.000.- kr.
Stjórn OV samþykkti þessar tillögur í byrjun desember.
Kristján Haraldsson
orkubússtjóri