Breytingar á verðskrám OV um áramót 2011/2012

04. janúar 2012

Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkudreifingu var hækkuð um 6% nú um áramótin, tengigjöld rafmagns voru einnig hækkuð um 6%. Hækkunin er tilkomin vegna almennra verðlagshækkana.

Þá var verðskrá OV fyrir hitaveitur og tengigjöld hitaveitu einnig hækkuð um 6% nú um áramótin af sömu orsökum. Til viðbótar þessari 6% hækkun á verðskrá hitaveitna hækkar hver kwh frá kynntum hitaveitum um 30 aura er sú hækkun bein afleiðing af 30% hækkun Landsvirkjunar á raforku til þeirra.

  

Orkustofnun, sem fer með eftirlitshlutverk með tekjumörkum flutnings- og dreifiveitna, hefur yfirfarið hækkunina og staðfest að hún sé innan tekjuheimilda sem Orkubú Vestfjarða hefur skv. raforkulögum. Þá hefur iðnaðarráðuneytið staðfest hækkun á verðskrá OV fyrir hitaveitur og auglýst hana í stjórnartíðindum.

Iðnaðarráðuneytið hefur auglýst niðurgreiðslur á orku til hitunar íbúðarhúsnæðis sem taka gildi nú um áramótin. Niðurgreiðslur til rafhitunar á veitusvæði Orkubús Vestfjarða hækka úr 4,15 kr/kWst í 4,32 kr/kWst í dreifbýli og úr 2,81 kr/kWst í 2,87 kr/kWst í þéttbýli. Niðurgreiðslur vegna kynntra hitaveitna hækka um úr 2,31 kr/kWst í 2,39 kr/kWst.

Verðskrá fyrir raforkusölu er óbreytt.

Nýjar verðskrár má finna á ov.is.

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...