Á svæði 3 er ástand rafmagnsmála þannig að Árneshreppur er enn rafmagnslaus og ekki miklar líkur á að það lagist á þessu ári miðað við veðráttu.
Búið er að koma rafmagni á alla byggða bæi á þessu svæði að öðru leiti en vitað er um nokkra sumarbústaði rafmagnslausa.
Í Ísafjarðardjúpi er komið á rafmagn frá Sængurfossvirkjun í Mjóafjörðinn að Látrum og ástandið er þannig að virkjunin ræður ekki við það sem eftir er af svæðinu. Starfsmenn OV eru að taka sumarbústaði á línunni frá og á þá að reyna að hleypa rafmagni á þá bæi sem búseta er á. Allt tiltækt varaafl er notað á þessu svæði.