Í rokinu slitnaði einn fasi í Barðastrandalínu utanvið Hvalsker. Gert var við það til bráðabyrgða og haldið inn á Barðaströnd til athuganna, uppúr hádegi í gær var komið rafmagn inn á Krossholt.
Hjá Brjánslæk hafði binding á staur losnað og línan lá þar í jörð. Sett var viðgerðarvefja á vírskemmdina og vírinn bundinn á staurinn. Barðastrandalínan frá Krossholtum að Auðshaug var sett inn kl 17:19. Kl 17:57 var sett inn varhalda við Arnórstaði. Og seinast var fjarskiptahúsið á Kleifaheiði sett inn kl 18:57. Þar var mikill neistagangur á eldingavaranum vegna seltu.
Ekki er annað vitað en allir hér á svæðinu séu með rafmagn.
Það eru keyrðar Dieselvélar á Patreksfirði og Bíldudal svo framleiðir Hvestuvirkjun drjúgt inn á kerfið.
Liðsmenn björgunarsveitarinnar Blakks fundu slit á Tálknafjarðarlínu í gærdag. Í Gærkvöldi var línan jarðbundinn í báða enda.
Í dag er verið að freista þess að komast á staðinn til viðgerðar, takist að gera við og séu ekki fleiri bilanir ætti að vera hægt að stoppa varaflsröðvarnar.