Umsögn Orkubús Vestfjarða ohf. um frumvarp til breytinga á lögum um niðurgreiðslur húshit

21. desember 2012

Ísafirði 26. nóvember 2012

 

Umsögn Orkubús Vestfjarða ohf. um frumvarp til breytinga á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, 264. mál 

 

Af  hálfu Orkubús Vestfjarða bent á að á svonefndum „köldum svæðum", þar sem ódýrasti valkostur til hitunar er rafmagn, hefur íbúum fækkað jafnt og þétt. Þessi svæði standast ekki samkeppni við aðra landshluta hvort sem horft er til fólks eða fyrirtækja.

Einn þátturinn í því að gera þessi „köldu svæði" samkeppnishæf að nýju  er að jafna húshitunarkostnað enn frekar en nú er gert. Verði ekkert að gert er þess ekki langt að bíða að heilu byggðarlögin fari í eyði á þessum svæðum.

Frumvarp þetta er samhljóða niðurstöðu nefndar sem skipuð var af iðnaðarráðherra og skilaði frá sér áliti fyrir tæpu ári síðan.

Verði þetta frumvarp samþykkt er það til mikilla bóta fyrir þann litla hluta þjóðarinnar sem ekki nýtur þess að hafa  aðgang að jarðhitaauðlindinni.

Bent er á að enn njóta fyrirtæki og stofnanir á „köldum svæðum" engrar jöfnunar á húshitunarkostnaði. Að mati Orkubús Vestfjarða er einnig full þörf á að jafna húshitunarkostnað þessara aðila.

Af  hálfu Orkubús Vestfjarða er lagt til að frumvarpið verði samþykkt. Samþykkt þess mun verða til verulegra hagsbóta fyrir heimili á veitusvæði Orkubús Vestfjarða.

Virðingarfyllst

Fyrir hönd Orkubús Vestfjarða ohf

 

Kristján Haraldsson

orkubússtjóri

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025