Afleiðingar óveðurs 29. desember

18. janúar 2013

Í samantekt stjórnenda OV á atburðum tengdum óveðrinu 29. desember s.l. kemur m.a. eftirfarandi fram að:

  • Ljúka þarf vinnu í samstarfi við Landsnet um afhendingaröryggi.
  • Áfram þarf að vinna eftir áætlunum um að koma dreifilínum í jörð.
  • Koma þarf spennistöðvum í jörð eða loka þeim til að koma í veg fyrir seltuáhrif.
  • Bæta þarf varaafl fjarskiptabúnaður
  • Auka þarf samstarf viðbragðsaðila, s.s. almannavarnanefndar, Orkubús, Vegagerðar, Landsnets ofl.
  • Bæta þarf upplýsingagjöf Orkubúsins á meðan að rafmagnsleysi stendur yfir.

Halda þarf áfram endurbótum á verklagi og búnaði eins og unnið hefur verið að undanfarið til þess að styrkja raforkukerfið og viðbúnað Orkubús Vestfjarða.

Það er ljóst að í þessu veðuráhlaupi uppfyllti Orkubú Vestfjarða ekki væntingar viðskiptavina sinna og biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum sem af rafmagnsleysinu hlaust.

Samantekt OV má finna hér.

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025