Afleiðingar óveðurs 29. desember

18. janúar 2013

Í samantekt stjórnenda OV á atburðum tengdum óveðrinu 29. desember s.l. kemur m.a. eftirfarandi fram að:

  • Ljúka þarf vinnu í samstarfi við Landsnet um afhendingaröryggi.
  • Áfram þarf að vinna eftir áætlunum um að koma dreifilínum í jörð.
  • Koma þarf spennistöðvum í jörð eða loka þeim til að koma í veg fyrir seltuáhrif.
  • Bæta þarf varaafl fjarskiptabúnaður
  • Auka þarf samstarf viðbragðsaðila, s.s. almannavarnanefndar, Orkubús, Vegagerðar, Landsnets ofl.
  • Bæta þarf upplýsingagjöf Orkubúsins á meðan að rafmagnsleysi stendur yfir.

Halda þarf áfram endurbótum á verklagi og búnaði eins og unnið hefur verið að undanfarið til þess að styrkja raforkukerfið og viðbúnað Orkubús Vestfjarða.

Það er ljóst að í þessu veðuráhlaupi uppfyllti Orkubú Vestfjarða ekki væntingar viðskiptavina sinna og biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum sem af rafmagnsleysinu hlaust.

Samantekt OV má finna hér.

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...