Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða ohf. 22. maí 2013

04. júní 2013

Viðar Helgason stjórnarformaður bauð fundargesti velkomna og setti fundinn kl. 17:30. Skipaði hann Eyrúnu Ingibjörgu Sigfúsdóttur fundarstjóra.

Eyrún þakkaði traustið og gaf fyrsta framsögumanni Viðari Helgasyni stjórnarformanni orðið.

Viðar upplýsti að OV myndi framvegis halda ársfund opinn almenningi í tengslum við aðalfund og þetta væri sá fyrsti í röðinni. Þá upplýsti Viðar að aðalfundi ársins 2012 hafi verið frestað um nokkra daga vegna ríkisstjórnarskipta. Fór yfir aðdraganda þess að ríkið keypti hlut sveitarfélaganna og þær hugmyndir að sveitarfélögin kaupi sig aftur inn í fyrirtækið. Sagði hann að OV styrkti innviði samfélagsins með stuðningi við ýmis verkefni. Fór síðan í stuttu máli yfir framkvæmdir ársins 2013 sem eru umfram tekjur og þarf að fjármagna mismuninn með lántöku. Þakkaði hann stjórn og starfsfólki ánægjulegt samstarf á síðasta ári.

Annar framsögumaður Kristján Haraldsson orkubússtjóri fór yfir árskýrsluna og skýrði súlurit og gröf sem hún inniheldur. Ræddi hann raforkudreifingu , raforkuverð, afhendingaröryggi og áföll s.l. vetrar. Fór hann yfir kostnað framkvæmda s.l. árs. Sagði frá innleiðingu og vottun ISO 9001 gæðakerfisins auk stefnumótunarvinnu og skýrði gildi Orkubús Vestfjarða.

Þriðji framsögumaður Sigurjón Kr. Sigurjónsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs fór yfir og skýrði ársreikning fyrirtækisins fyrir árið 2012. Kynnti hann "Mínar síður" sem verið er að setja inná heimasíðu fyrirtækisins, en þar geta viðskiptavinir nálgast sína reikninga og upplýsingar um orkunotkun.

Fjórði framsögumaður Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets þakkaði aðstoð starfsmanna OV, björgunarsveitarmanna og annarra sem aðstoðuðu við viðgerðir á bilunum sem áttu sér stað s.l. vetur. Taldi hann að afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum allsendis ófullnægjandi og skýrði síðan hvað Landsnet áformar að gera til að bæta ástandið. Á þessu og næsta ári verður farið í að endurnýja aðveitustöðvar á Ísafirði og í Bolungarvík, byggingu varaaflsstöðvar í Bolungarvík, styrkingu og endurbætur á línum eins og t.d. Tálknafjarðarlínu þar sem skipt verður um alla einangrara og staurastæður styrktar. Settir verða upp varnar og fjarlægðarliðar og ýmsar aðrar endurbætur til að styrkja kerfið. Á næstu árum verður haldið áfram m.a. með strenglögnum til að bæta kerfið.

Að loknum framsögum gaf fundarstjóri orðið laust. Enginn kvaddi sér hljóðs og var fundi slitið kl. 18:45.


Glærur orkubússtjóra
Glærur Þórðar Guðmundssonar forstjóra Landnets 

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...