Nýr olíubirgðatankur Orkubús Vestfjarða

24. október 2013

Búið er að fjarlæga stóru olíubirgðatankana í olíuporti Skeljungs, þaðan sem varaaflstöð  og kyndistöð við Mjósund Ísafirði hafa haft beina tengingu með leiðslu frá því að þessar stöðvar voru gangsettar. 

Samið var við Skeljung um að útvega Orkubúinu  50.000 lítra olíubirgðatank, sem mun þjóna olíumálum fyrir stöðvarnar.

Olíutankurinn er kominn og er nú verið að tengja hann til bráðabirgða inni í porti Skeljungs sem senn verður aflagt.  Ísafjarðarbær þarf að samþykkja staðsetningu tanksins inná lóð OV og einnig þarf að fjarlægja geymslutank á lóð OV til að skapa nægjanlegt pláss fyrir þann nýja.  Að þessu fengnu verður hægt að m.a. skipta um jarðveg og steypa undirstöður undir tankinn sem er nauðsynlegt áður en honum verður komið fyrir inná lóð Orkubúsins við Mjósund.

201310-3-1.jpg

201310-3-2.jpg

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025