Nýtt útlit á heimasíðu Orkubús Vestfjarða

20. febrúar 2014

201402-2-1.pngHeimasíða Orkubús Vestfjarða hefur verið endurhönnuð með nýju útliti í takt við nýja tíma í netsamskiptum.

Á þeim 5 árum sem liðin eru frá því heimasíðunni var síðast breytt hefur orðið bylting í netsamskiptum með stóraukinni notkun og fjölgun snjalltækja. Nútímanetsamskipti eru óháð staðsetningu og notendur gera kröfu til þess að upplýsingar séu aðgengilegar hvenær sem er án tillits til þess hvaða tæki þeir nota.

Orkubúið hefur svarað kalli tímans og nýja heimasíðan er hönnuð fyrir flestar stærðir af tölvuskjáum, allt frá smáum snertistýrðum snjallsímum upp í borðtölvur með stærri skjái.

Nýja heimasíðan ásamt nýlegum Facebook og Twitter síðum Orkubúsins endurspeglar einnig viðleitni fyrirtækisins til bæta þjónustu við viðskiptavini með bættri upplýsingamiðlun og stórauknu aðgengi viðskiptavina að mikilvægum upplýsingum.

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025