Við fengum þrjár myndir sendar frá Ingvari Bjarnasyni, Árnesi á Ströndum og kunnum honum bestu þakkir fyrir.
Þegar bændur úr Trékyllisvíkinni fóru að huga að kindum sínum 6. febrúar sl. lá leið þeirra um Náttmálahæðir upp af Reykjafirði á ströndum.
Á Náttmálahæðum er tilraunamastur staðsett sem mælir ísingu. Þetta tilraunamastur, sem byggt var af Orkubúinu, en er nú í eigu Landsnets, hefur mælt ísingu frá því það var reist árið 2000.
Töluverð ísing hafur mælst þarna, en þó má fullyrða að ekki hafi hún verið þetta mikil áður.
Einn staur af þremur er nú brotinn og vírinn fallinn niður eftir þessu miklu áraun sem þarna hefur verið.
Ekki er hægt að segja hvenær staurinn brotnaði fyrr en lesið hefur verið af mælabúnaði sem mælir togið á leiðurum.
Spennið á Náttmálahæðum er í 540m hæð yfir sjávarmáli.
Til eru nokkrar gerðir ísingarspenna. Á Náttmálahæðum eru tvær 80m mæliálmur, sem mynda 90°horn.
Leiðari er strengdur í 10m hæð milli þriggja stagaðra tréstaura.
10.02.2014 HVM