Ársfundur O.V. verður haldin föstudaginn 9. maí kl. 17:00 í Edinborgarhúsinu, hann er öllum opinn og eru viðskiptavinir Orkubúsins sem og áhugafólk um orkumál hvatt til að mæta. Flutt verða áhugaverð erindi og fyrirspurnum fundargesta svarað.
Fundarstjóri verður Ólafur Kristjánsson fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungarvík.
Dagskrá fundarins:
- Viðar Helgason, Stjórnarformaður O.V. flytur ávarp.
- Kristján Haraldsson, orkubústjóri greinir frá helstu þáttum í rekstri fyrirtækisins.
- Sölvi R. Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs O.V. segir frá helstu virkjanakostum á Vestfjörðum.
- Kjartan Rolf Árnason, verkfræðingur RARIK fjallar um rafbíla.
Í lok fundar verður boðið upp á léttar veitingar.