Ársreikningur 2018  samþykktur

22. maí 2019

Ársreikningur Orkubús Vestfjarða ohf fyrir árið 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gær 21. maí.  Hagnaður eftir skatta nam 244 milljónum króna, en veltufé frá rekstri var 711 milljónir.  Fjárfest var fyrir 682 milljónir á árinu 2018.  Heildartekjur félagsins voru 2800 milljónir króna og jukust um 9% á milli ára, en gjöld hækkuðu um 6,5%.  Heildareignir nema nú um 8,8 milljörðum króna en eigið fé Orkubús Vestfjarða er 6,1 milljarður króna eða 69% af heildarfjármagni.

Heildarorkuöflun var 267 GWst og hafði aukist um 3% frá fyrra ári.  Eigin raforkuframleiðsla Orkubúsins nam 95 GWst, en jarðhitavinnsla nam 17 GWst. 
Raforkukaup frá öðrum námu 152 GWst, þar af voru raforkukaup hitaveitu 87 GWst. 

Á fundinum vorku kjörin í stjórn félagsins þau Illugi Gunnarsson, Friðbjörg Matthíasdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Gísli Jón Kristjánsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Fjölmenni sótti ársfund Orkubúsins sem haldinn var strax í kjölfar aðalfundarins.  Þar voru kynntar helstu stærðir í ársreikningi auk þess sem farið var yfir starfsemi félagsins á árinu 2018 og verkefnin framundan.  Ennfremur var á fundinum flutt fróðlegt erindi um loftslagsmál og orkuskipti.

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...