Átt þú bestu jólamyndina?

05. desember 2014

Orkubú Vestfjarða hefur ákveðið að halda samkeppni um bestu jólamyndina. Það er til mikils að vinna  því sigurvegarinn mun hljóta iPhone 6 snjallsíma í verðlaun að verðmæti kr. 119.990.

Þátttakendur geta sent inn allt að 3 stafrænar ljósmyndir. Sérstök dómnefnd velur bestu jólamyndina og tilkynnir um sigurvegarann 30. desember 2014 á vef ov.is og Facebook síðu Orkubúsins. Nánari upplýsingar  og þátttökuskilmála er að finna á skráningarsíðu samkeppninnar.

Það er því rakin ástæða til að dusta rykið af myndavélinni eða grípa snjallsímann í hönd og smella af nokkrum myndum og senda í keppnina. Þeir sem fá myndavél eða snjallsíma í jólapakkanum hafa nægan tíma til að grípa anda jólanna með nýju græjunni og taka þátt því hægt er að senda inn ljósmyndir fram að 29. desember n.k.

Á meðan á samkeppninni stendur verða valdar ljósmyndir, sem berast í keppnina, birtar á Facebook síðu Orkubúsins.

201412-4-1.png

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...