Loftslagsmál og rafbílar

06. janúar 2015

201501-4-2.jpgNýskipaður umhverfisráðherra ætlar að taka loftslagsmálin föstum tökum og ekki síst vegna fyrirhugaðrar Loftlagsþings Sameinu þjóðanna í París í haust.  Þar er stefnt að nýju bindandi samkomulagi aðildarríkjanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem tekur við eftir 2020.  Hvað nýtt samkomulag felur í sér á eftir að koma í ljós. 

Margir átta sig ekki á að nú þegar eru komnar kvaðir sem Ísland þarf að uppfylla fram að 2020.  Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að uppfylla bindandi skilyrði tilskipunar 2009/28/EC um 5% hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum 2015 og 10 % fyrir árið 2020.  Þetta þýðir að bílafloti landsmanna verði knúinn í auknum mæli vistvænni innlendri orku þar sem m.a. rafmagn og metan spilar stórt hlutverk, sem ein af hinum grænu lausnum.  Olíufélög eru skilduð til að að tryggja að ákveðið hlutfall eldsneytis til samgangna sé af endurnýjanlegum uppruna. T.d. vetnisblönduð díselolía og lífdísel. 

Ríkisstjórnin hefur nú þegar samþykkt að framlengja undanþágu á Vsk á vistvænum bílum til ársins til 2020, sem ætti að örva söluna.  Boltinn er farinn að rúlla hvað samgöngur varðar sem er stórt skref í stækkun orkumarkaðar á Vestfjörðum innan fárra ára á kostnað innfluttra og mengandi orkugjafa.  Á landinu öllu eru innan við 200 rafknúnir bílar, sem er ansi lítið enn sem komið er.  M.v. höfðatölu og Noreg, þá ættum við að vera að kaupa 1 til 1.500 bíla á ári.

Mögulega ef vel gengur og þá ef rafbílar verða algengir, þá hefur álag vegna þeirra á rafdreifikerfið ekki að segja til sín fyrr en einhvern tíma eftir 2020. Núverandi rafdreifikerfi í þéttbýli hjá Orkubúinu er  tiltölulega sterkt og heimtaugar í hús þola yfirleitt 40 kW.  Heimhleðsla bíla er kannski 4 kW m.v. að hleðslan taki 4 til 5 klst.

Gjarnan er reiknað með að meðaltalsnotkun er um 20 kWh á hverja 100 km í akstri.  Þótt viðkomandi bíleigandi keyrði þetta mikið á dag, þá notar til samanburðar rafkynnt hús að meðaltali 100 kWh á sólahring. Ef 10% af bílaflotanum væri rafknúinn, þá gæti hleðsla þeirra orðið toppmyndandi og skoða yrði með snjalllausnum að dreifa álaginu innan sólahringsins til að nýta rafdreifikerfið betur.

Orkubúið á einn rafbíl sem verður að kallast smábíll og er notkunin mjög breytileg milli árstíða.  Við bestu aðstæður, þá notar hann minna en þessar 20 kWh/100 km.  Á veturna þegar kalt er í verði, vegalengdir stuttar o.þ.h. þá getur notkunin farið í við verstu aðstæður 28 kWh/100 km.  Stærri og þyngri bílar nota meira orku pr. km en á móti kemur, þá bjóðast slíkir bílar með varmadælum og þá er einungis 1/3 af rafmagni frá geymunum, sem nýtt er til upphitunar, m.v. beina upphitun með rafmagni.

201501-4-1.jpg

Að lokum til gamans, þá var bíll Orkubúsins keyrður 9.158 km á síðasta ári og reikna má með að kostnaður í rafmagni sé kringum 35 þkr.  Smábíll sem notar 6 lítra/100 km að meðaltali og eldsneytisverð 205 kr/líter eins og það er í dag um 112 þkr ef ekinn er sama vegalengd.

Orkusvið
Sölvi R Sólbergsson

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...