Nú er komið rúmlega eitt ár síðan Orkubúið skipti um rafbíl. Nýji rafbíllinn, sem er af Mitsubishi Miev gerð, hefur reynst mjög vel fyrir utan smávægilega bilun í stjórnbúnaði sem knýr fylgihluti bílsins.
Þó að ekki séu margir rafbílar komnir á Vestfirði þá hefur Orkubúið verið að undirbúa rafbílavæðingu á svæðinu.
Fljótlega tekur Orkubúið í notkun rafpóst á Stakkanesinu og þá geta rafbílaeigendur á svæðinu komið og „fyllt á“. Verið er að vinna að því í samvinnu við fleiri aðila að koma upp öðrum rafpósti á Eyrinni. Einnig er verið að skoða í samvinnu við innlenda og erlenda aðila uppsetningu á rafpóstum á Djúpvegi og hugsanlega fleiri stöðum.
Rafbílavæðingin á Íslandi fór rólega af stað í byrjun aldarinnar og árið 2011 voru aðeins 15 rafbílar skráðir en 27. maí 2015 voru í heildina 463 rafbílar á skrá. (sjá nánar í frétt mbl.is 15.06.2015).
Frá 1-15 ágúst var hlutfall rafbíla í nýskráningum örkutækja 1,37% en 14.52% í nýskráningum notaðra ökutækja samkvæmt Bifreiðatölum á vef Samgöngustofu þ. 20.8.2015.
Þó að þessar tölu séu ekki stórar í hlutfalli við heildarfjölda ökutækja á Íslandi (204.958 í árslok 2014) þá er samt sem áður ljóst að rafbílavæðingin er að hefjast af alvöru á Íslandi. Orkubúið mun að sjálfsögðu fylgjast með þróuninni og halda áfram að undirbúa þjónustu við rafbílaeigendur á Vestfjörðum.