Stafsstöðvar OV lokaðar öðrum en starfsmönnum

24. mars 2020

Til að draga úr líkum á smiti starfsmanna af COVID 19 veirunni hefur starfsstöðvum Orkubúsins verið lokað fyrir öðrum en starfsmönnum fyrirtækisins.  Viðskiptavinir geta að sjálfsögðu verið í síma- og tölvusambandi við fyrirtækið áfram.  Aðalnúmer fyrirtækisins er 450-3211 en bilanir tilkynnist í síma 450-3200.  Ýmsar þjónustubeiðnir er einfalt að senda inn í gegnum heimasíðuna www.ov.is .

Starfsemi Orkubús Vestfjarða hefur á undaförnum vikum tekið mið af viðbragðsáætlun fyrirtækisins vegna farsóttar.  Viðbragðsstigið hefur færst af óvissustigi á hættustig.  Þann 9. mars var aðgerðarstigið svo uppfært á neyðarstig.  Reynt er að halda áhrifum þessa á viðskiptavini fyrirtækisins í algjöru lágmarki, en ýmsum verkefnum sem ekki eru talin brýn verður frestað um einhverjar vikur.  Áhrifin á starfsemina innan fyrirtækisins eru margvísleg.  Starfsmönnum hefur verið skipt upp í aðskilda hópa sem ekki hittast og lokað hefur verið á milli deilda innan starfsstöðva þar sem því verður við komið.  Hluti starfsmanna vinnur heima hverju sinni og fundir eru haldnir með fjarfundabúnaði.   

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...