Stafsstöðvar OV lokaðar öðrum en starfsmönnum

24. mars 2020

Til að draga úr líkum á smiti starfsmanna af COVID 19 veirunni hefur starfsstöðvum Orkubúsins verið lokað fyrir öðrum en starfsmönnum fyrirtækisins.  Viðskiptavinir geta að sjálfsögðu verið í síma- og tölvusambandi við fyrirtækið áfram.  Aðalnúmer fyrirtækisins er 450-3211 en bilanir tilkynnist í síma 450-3200.  Ýmsar þjónustubeiðnir er einfalt að senda inn í gegnum heimasíðuna www.ov.is .

Starfsemi Orkubús Vestfjarða hefur á undaförnum vikum tekið mið af viðbragðsáætlun fyrirtækisins vegna farsóttar.  Viðbragðsstigið hefur færst af óvissustigi á hættustig.  Þann 9. mars var aðgerðarstigið svo uppfært á neyðarstig.  Reynt er að halda áhrifum þessa á viðskiptavini fyrirtækisins í algjöru lágmarki, en ýmsum verkefnum sem ekki eru talin brýn verður frestað um einhverjar vikur.  Áhrifin á starfsemina innan fyrirtækisins eru margvísleg.  Starfsmönnum hefur verið skipt upp í aðskilda hópa sem ekki hittast og lokað hefur verið á milli deilda innan starfsstöðva þar sem því verður við komið.  Hluti starfsmanna vinnur heima hverju sinni og fundir eru haldnir með fjarfundabúnaði.   

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025