Orkureikningurinn vegna hitunar íbúðarhúsnæðis lækkar

06. apríl 2016

Auknar niðurgreiðslur

Niðurgreiðslur vegna húshitunar á veitusvæði Orkubús Vestfjarða hækka frá og með 1. apríl s.l.

Í þéttbýli hækkar niðurgreiðsla á hverja kílówattstund vegna rafhitunar úr 4,70 krónum í 5,22 krónur eða um 0,52 krónur. Hjá meðalheimili sem notar 34.000 kílówattstundir á ári til upphitunar lækkar árlegur orkukostnaður um rúmar 19.600 krónur að teknu tilliti til 11% virðisaukaskatts.

Hjá rafkynntum hitaveitum hækkar niðurgreiðsla á hverja kílówattstund úr 3,24 krónum í 3,68 krónur eða um 0,44 krónur. Hjá meðalheimili sem notar 34.000 kílówattstundir á ári til upphitunar lækkar árlegur orkukostnaður um tæpar 15.000 krónur að teknu tilliti til 11% virðisaukaskatts.

Í dreifbýli hækkar niðurgreiðsla á hverja kílówattstund vegna rafhitunar úr 6,51 krónum í 7,33 krónur eða um 0,82 krónur. Jöfnunargjald í dreifbýli lækkar hins vegar um 0,10 krónur á hverja kílówattstund.  Hjá meðalheimili sem notar 40.000 kílówattstundir á ári  og þar af 34.000 kílówattstundir til upphitunar lækkar árlegur orkukostnaður um rúmar 26.500 krónur að teknu tilliti til 11% virðisaukaskatts.

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025