Meistaraprófsritgerð um möguleika þess að nýta varma úr sjó

19. september 2016

Nýverið varði Majid Eskafi meistarprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun um möguleika þess að nýta varma úr sjó við strendur Íslands. Meistaraprófsverkefni Majid var unnið í samstarfi við Orkubú Vestfjarða auk þess sem útibú Hafrannsóknarstofunnar á Ísafirði hafði umsjón með vettvangsvinnu.   Leiðbeinendur voru Dr. Ragnar Ásmundsson frá Varmalausnum og hans sérsvið eru varmadælur og Prof. Steingrímur Jónsson Háskólanum á Akureyri og Hafró í sjávarstaraumum.

Verkefni Majid gekk út á að mæla sjávarhita í Önundarfirði og að sögn Sölva R. Sólbergssonar framkvæmdastjóra orkusviðs hjá OV vatt verkefnið upp á sig þar sem einnig voru reiknaðir út sjávarstraumar í firðinum með meiri nákvæmni en þarf vegna varmadæluathugana.  Niðurstöður mælinga voru mjög áhugaverðar og mikilvægar fyrir OV, sem hefur verið að kanna möguleika á að nýta  varma úr sjó til hitunar. "Samstarfið við Majid gekk einstaklega vel í alla staði og vel að verkefninu staðið, " að sögn Sölva.

201609-1-1.png

Sjávarhiti var mældur á mismunandi dýpi með mælitæki frá Snowsense (Póls) Ísafirði og mæligögnin send með GSM í netþjón þeirra þar sem Majid gat nálgast þau eins oft og hann vildi.  Meðfylgjandi myndband sýnir frá því þegar mælunum var komið fyrir í Önundarfirði.  Aðrir mælar voru frá Stjörnu-Odda þar sem þeir voru skildir eftir á botninum á vel völdum stöðum og sóttir seinna og lesið úr þeim.

 

Nánari upplýsingar um meistaraprófsritgerð Majid Eskafi

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...