OV - ,,appið"

21. nóvember 2016

OV – „appið“

Starfsmenn Orkubús Vestfjarða hafa hannað nýtt smáforrit fyrir snjallsíma, „OV-appið“, sem gefur almenningi aðgang að öllum tilkynningum frá fyrirtækinu beint í snjallsímann. Forritinu er sérstaklega ætlað að mæta þörf fyrir hraða og hnitmiðaða upplýsingagjöf t.d. við straumrof eða þegar miðla þarf upplýsingum varðandi rekstur dreifikerfisins og viðhald.

Um leið og forritið þjónar sem farvegur fyrir tilkynningar frá fyrirtækinu er það jafnframt leið inn á heimasíðu Orkubúsins https://www.ov.is/  með öllum þeim upplýsingum sem þar er að finna. Auðvelt er t.d. að senda inn tilkynningu um álestur eða notendaskipti beint úr snjallsímanum í gegnum heimasíðuna með því að nota flýtileið í „OV-appinu“.

Jafnhliða þróun forritsins hefur verið unnið að því að endurbæta verkferla við upplýsingagjöf varðandi straumrof eða bilanir og viðbrögð við þeim. Markmiðið er stutt og hnitmiðuð upplýsingagjöf sem berist notendum fljótt. Notendur geta jafnframt fengið sömu upplýsingar sendar beint í tölvupósti um leið og tilkynningar eru sendar út. Til þess þarf einungis að skrá sig á póstlista OV sem finna má hér: https://www.ov.is/thjonusta/postlisti/

Viðskiptavinir og aðrir áhugasamir eru hvattir til að sækja nýja appið sem komið er í dreifingu inn á Play Store fyrir snjalltæki með Android stýrikerfinu, en stefnt er að því að útgáfa fyrir iPhone verði tilbúin í janúar.

201611-3-1.jpg

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025