Vélaframleiðandinn Kössler, sem seldi OV nýja vél, sem var gangsett árið 2015, taldi vélina greinilega áhugaverða fyrir framleiðandann að segja frá. Afl vélarinnar er 1.200 kW og voru gerðar miklar kröfur til hennar, sem er óvenjulegt fyrir þetta litla vél.
Í fyrsta lagi átti vélin að geta framleitt í eyjarekstri eins og það að sjá ein um alla raforkunotkun í Súðavík eða Holtahverfi á Ísafirði. Stöðugleiki vélarinnar þyrfti því að vera nægur til að geta tekið við þokkalegum álagsbreytingum og á glæru nr. 9 sést hvaða kröfur voru gerðar til vélarinnar m.a. tekið álagsbreytingu uppá 300 kW. Kasthjól vélarinnar þurfti því að vera óvenju þungt og var ekki hægt að láta rafalann einan og sér bera það uppi. Settar voru auka legur beggja megin við kasthjólið og tengi á milli. Á glærum nr 10 og 11 eru sýnd dæmi um álagsbreytingu, annarsvegar 100 kW og hinsvegar 200 kW.
Í öðru lagi þurfti rafali vélarinnar að hafa mikla undirsegulmögnunargetu til að geta geta tekið til sín launafl. Sá eiginleiki er mikilvægur þegar flutningskerfi Landnets bilar og keyra þarf varaafl eins og í nýju stöð þeirra í Bolungarvík. Launaflsframleiðsla jarðstrengja er alltaf að aukast eftir því sem fleiri loftlínur eru aflagðar og strengir settir í staðinn eða aðrar nýframkvæmdir í strenglögnum sem lengja kerfið. Nýtist vélin því vel í samkeyrslu í stærri eyju með öðrum einingum og hjálpar til með að jafna launafl milli vinnslueininga. Þá skiptir áðurnefndur stöðugleiki miklu máli og einnig að detta ekki út við áföll í upphafi bilunar að óþörfu og magna þannig sjokkið. Ekki síst í samkeyrslu með Mjólkárvirkjun sem kannski er á sama tíma að ná tökum á eyju sem myndast þegar Vesturlína slær út.
Sambærilegar kröfur eru ekki gerðar til svokallaðra bændavirkjana eins og er í botni Súgandafjarðar eða í Breiðadal í Önundarfirði.( rúmlega 500 kW hvor) Flestir vélarframleiðendur í þessum stærðarflokki eru oftast að afgreiða vélar fyrir slíka vinnsluaðila. Reynsla Kösslers byggðist m.a. á að þeir sáu um að afgreiða vélar í þrjú verkefni Ístaks á Grænlandi fyrir nokkrum árum þar sem viðkomandi vélar eru alltaf í eyjakeyrslu.
Hvað varðar virkjunina að öðru leiti, þá skiptir forðinn sem er í Fossavatni miklu máli og réttlætti að hluta aukinn kostnað við virkjunina umfram hefðbundnar vélar. Hægt er að beita vélinni mun meira en ella þegar flutningskerfi raforku bilar og spara þannig olíu á eldsneytisstöðvar á sama tíma. Loftlagsmálin eru jú alltaf að vera meira atriði fyrri heimsbyggðina og jákvætt að orkufyrirtæki taki tillit til þeirra eins og kostur er í sínum framkvæmdum.
Orkusvið
Sölvi R Sólbergsson