Tilkynning um rafmagnstruflanir á Vestfjörðum

14. desember 2016

Vegna vinnu við prófanir og stillingar díselvéla í varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík, má búast við rafmagnstruflunum dagana 15. og 16. desember n.k. frá kl. 01:00 til kl. 05:00.

Varaaflsvélar Landsnets í Bolungarvík hafa ekki virkað eins og vera skildi í nokkrum útleysingum í haust og því hefur verið unnið að lagfæringum á þeim undanfarið. Vegna þessa er nú nauðsynlegt að fara í keyrsluprófanir vélanna með aðstoð uppsetningaraðila.

Umfang truflana (nokkur skammvinn rafmagnsleysi) verður mest í Bolungarvík, en einnig má búast við truflunum annarstaðar á Vestfjörðum.

Tilkynnt verður á heimasíðu Orkubús, ov.is um leið og prófunum næturinnar er lokið.

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025