Orkubú Vestfjarðar verður aðalstyrktaraðili Fossavatnsgöngunnar

29. mars 2017

 gær, 28.3.2017, skrifuðu forsvarsmenn Fossavatnsgöngunnar undir samning við Orkubú Vestfjarða.

Orkubúið hefur stutt gönguna undanfarin ár en eykur nú við framlag sitt og verður annar af aðalstyrktaraðilum göngunnar. Orkubúið og Fossavatnsgangan gerðu 4 ára samning.

„Það er ánægjulegt að sjá að þessi tvö öflugu fyrirtæki séu tilbúin í að taka þátt í þessum flotta viðburði sem við höfum byggt upp hér á Ísafirði. Þessir samningar eru okkur afar miklilvægi ekki bara fjárhagslega heldur líka af þeirri ástæðu að fyrirtækin sjái sér hag í að tengjast göngunni.“ segir Kristbjörn R. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri göngunnar.

„Það er ánægjulegt fyrir Orkubúið að geta tengst skíðaíþróttinni og Fossavatnsgöngunni með enn betri hætti en áður. OV vill vera bakhjarl á sínu starfsvæði og vekja athygli á því öfluga mannlífi sem hér er. Fossavatnsgangan er slíkt verkefni. Ekki skemmir svo fyrir að gangan fer fram á starfsvæði félagsins, þ.e. fjalllendi Skutulsfjarðar og gengið er á snjó sem breytist svo í vatn og í framhaldinu raforku sem OV selur“ segir Elías Jónatansson Orkubússtjóri.

Á meðfylgjandi mynd má sjá forsvarsmenn göngunnar og Orkubús Vestfjarða við undirritun samningsins og í númerum, sem notuð verða í göngunni í ár.

201703-1-1.jpg

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025