Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2017

09. maí 2017

Ársfundur Orkubús Vestfjarða ohf verður haldinn þriðjudaginn 16. maí n.k.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Ísafirði og hefst kl. 12:00, en einnig verða haldnir kynningarfundir með svipuðu sniði á Hólmavík og á Patreksfirði fljótlega á eftir. Á fundinum munu Viðar Helgason, stjórnarformaður OV og Elías Jónatansson, orkubússtjóri fara yfir helstu þætti í rekstri Orkubús Vestfjarða rekstrarárið 2016. Þá verður farið yfir hvað hefur áunnist og það helsta sem er á döfinni hjá fyrirtækinu. Fundarmenn munu fá tækifæri til að bera fram fyrirspurnir eftir að framsögum lýkur.

Ársfundurinn er öllum opinn og verður fundargestum boðið upp á súpu á staðnum.

Ráðgert er að fundinum ljúki um kl. 13:30.

Viðskiptavinir, sveitarstjórnarmenn og annað áhugafólk um orkumál er hvatt til að mæta á fundinn.

Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf.

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025