Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða

08. maí 2018

Opinn Ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Félagsheimilinu í Bolungarvík þriðjudaginn 15. maí kl. 17:00.

Stjórnarformaður Orkubúsins Viðar Helgason og Elías Jónatansson orkubússtjóri munu fara yfir rekstur Orkubúsins á síðasta ári og önnur mál sem tengjast rekstri og málefnum Orkubúsins.

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur verður með sögulegt yfirlit um stofnun fyrirtækisins og fyrstu ár þess, en þann 1. janúar sl. voru liðin 40 ár frá því að það hóf rekstur.

Þá mun Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri flytja erindi um raforkumál Vestfirðinga í nútíð og framtíð.

Fundarmönnum mun gefast kostur á að koma með fyrirspurnir til framsögumanna.

Að framsögunum loknum verða bornar fram léttar veitingar sem gestir fá að njóta við létta og seiðandi tónlist Baldurs Geirmundssonar og félaga.

Fundurinn er öllum opinn.

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025