Þjónustukönnun Orkubús Vestfjarða

01. mars 2022
Kæri viðskiptavinur,
Við hjá Orkubúi Vestfjarða viljum ávallt bjóða upp á framúrskarandi þjónustu. Þess vegna viljum við heyra hvað viðskiptavinum okkar finnst. Okkur langar að biðja ykkur að svara örstuttri könnun, en niðurstöðurnar verða nýttar til þess að við getum gert enn betur í því að þjónusta ykkur.
Okkur þætti vænt um að þú gæfir þér örstutta stund til að svara nokkrum spurningum og segja okkur þitt álit, það ætti ekki að taka lengri tíma en 4-5 mínútur. Farið verður með niðurstöður sem trúnaðarmál en þær eru ópersónugreinanlegar og verða eingöngu notaðar til að hjálpa okkur að þjónusta ykkur betur.
Happdrætti 🏅
Ef þú vilt skrá þig í happdrættispott vegna þátttöku, þarf að smella á hlekkinn „Skráðu þig hér í happdrættispott“ í lokin á könnuninni. Dregnir verða út fimm vinningshafar sem fá væna vestfirska körfu með frábærum vörum að vestan.
Könnunina má finna hér -
04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...