Málþing um orkumál á Vestfjörðum

05. apríl 2022

Málþing um orkumál á Vestfjörðum verður haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, miðvikudaginn 6. apríl kl 10:30-15:00

Starfshópur umhverfis- orku og loftslagsráðherra um orkumál á Vestfjörðum kynnir tillögur um lausnir í orkumálum á Vestfjörðum. Á fundinum verður farið yfir virkjanakosti á Vestfjörðum, flutning og dreifingu raforku og framtíðarspár um orkunotkun svæðisins. 

Dagskrá:

Móttaka og skráning byrjar kl 10:00 og formleg dagskrá kl 10:30 með ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftslagsráðherra

Vestfirðir – fullir af orku
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga

Skýrsla starfshóps um orkumál á Vestfjörðum
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, formaður starfshóps um orkumál á Vestfjörðum

Orkuþörf og orkuskipti
Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma

Innlegg orkumálastjóra
Halla Hrund Logadóttir

Hádegishlé

Framleiðsla og dreifing raforku á Vestfjörðum
Elías Jónatansson, Orkubú Vestfjarða
Ásbjörn Blöndal, Vesturverk / HS Orka
Kristinn Pétursson, Austurgil
Ríkharður Örn Ragnarsson, EM Orka

Spjallborð Orkumálastjóra

Fundurinn er öllum opin meðan húsrúm leyfir og verður jafnframt streymt og upptöku miðlað á vef Vestfjarðastofu eftir fundinn.

Skráning fer fram á heimasíðu Vestfjarðastofu

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025