Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2022

21. maí 2022

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn á Hótel Ísafirði miðvikudaginn 25. maí kl. 12:00.

Á fundinum munu þeir Illugi Gunnarsson, stjórnarformaður Orkubúsins og Elías Jónatansson orkubússtjóri fara yfir þau mál sem eru í brennidepli hjá fyrirtækinu þessa stundina, helstu framkvæmdir og afkomutölur ársins 2021.  Þá mun Sölvi R. Sólbergsson framkvæmdastjóri Orkusviðs kynna hugmyndir fyrirtækisins um Vatnsfjarðarvirkjun.

Fundarmönnum verður gefinn kostur á að koma með fyrirspurnir til framsögumanna.

Ársfundurinn er öllum opinn og verður fundargestum boðið upp á súpu á staðnum.

Áætlað er að fundurinn standi til kl. 13:30.

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025