Ný 150 kW. hraðhleðslustöð í Bjarkalundi

28. júlí 2022

Í dag var tekin í notkun hjá Orkubúi Vestfjarða sjöunda hraðhleðslustöðin, það er 150 kW. stöð í Bjarkalundi. Stöðin er með tvö CCS tengi og getur einn bíll hlaðið á 150 kW. en ef tveir bílar eru samtímis í hleðslu geta þeir hlaðið á 75 kW. hvor um sig.

Í Bjarkalundi er einnig 50 kW. stöð með CCS og CHAdeMO tengi ásamt 22 kW. AC tengi.

Á Hólmavík eru samskonar stöðvar og eru í Bjarkalundi.

Á Ísafirði er 150 kW. stöð með tvö CCS tengi, á Patreksfirði og í Flókalundi eru 50 kW. stöðvar með CCS og CHAdeMO tengi ásamt 22 kW. AC tengi.

Við Reykjanes í Ísafjarðardjúpi er 22 kW. AC stöð.

20220728_094905.jpg

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025