Nú í september verður farið í uppgjör í orkureikningum, en orkureikningar eru unnir eftir áætlun síðustu 11 mánaða og síðan er gert upp.
Það er margt sem getur skekkt gildandi áætlun, í báðar áttir, t.d. breytingar á heimilum, heitir pottar, veðurfar, heimilistæki, fjölgun á heimilum eða fækkun o.s.frv.
Í september verður lesið af öllum mælum á okkar svæði og veitur gerðar upp. Við uppgjör hefst síðan ný áætlun, sem tekur mið af notkun síðustu 11 mánaða.
Ef
breytingar verða á heimilum, er gott að hafa samband svo hægt sé að gera ráð fyrir þeim breytingum í áætlun svo ekki að komi til þess að það komi hátt uppgjör við lok tímabilsins.
Margir okkar mæla, ekki allir þó, eru búnir þannig að við náum sambandi við þá í gegnum netið og náum því álestrum af þeim mánaðarlega, við erum þó að vinna með áætlanir í flestum tilfellum.
Það er hins vegar öllum frjálst, að hafa samband og óska eftir því að fá að greiða raunnotkun, þ.e. greiða raunnotkun eftir hvern mánuð. Þetta er hægt svo lengi sem við séum að ná sambandi við mælana.