Raunnotkun - upplýsingar 

10. febrúar 2023

Líkt og áður hefur komið fram, var tekin sú ákvörðun að fara að rukka orkuna eftir álestrum í hverjum mánuði, þar sem álestrar nást. Það er því viðbúið að á þessum tímum eru reikningarnir hjá flestum hvað hæstir, enda notkunin hvað mest. Það er skiljanlegt að mörgum bregði við í þessu árferði, sérstaklega þegar við erum að fara í gegnum fyrstu köldu mánuðina í raunnotkun.

 

Þar sem ekki nást álestrar, erum við einnig að rukka eftir árstíðarkúrfu, s.s. meira yfir köldu mánuðina en minna yfir þá mánuði sem hlýrra er. Kúrfan er því nokkuð svipuð og hjá þeim sem greiða raunnotkun. Ef ekki næst álestur hjá viðskiptavinum, er þeim frjálst að senda okkur álestra hvenær sem er.

 

Það er vel skiljanlegt að það taki örlítinn tíma að átta sig á notkun og upphæðum þessa fyrstu mánuði sem rukkað er eftir raunnotkun. Bæði desember og janúar hafa verið nokkuð kaldir og því notkun í samræmi við það.

 

Helsti ávinningur þess að fara þessa leið er sú að þá er greitt eftir notkun í hverjum mánuði, ekki uppsöfnuð vanáætlun eða ofáætlun sem gerð er upp einu sinni á ári. Einnig er hægt að bregðast fyrr við ef um óeðlilega notkun eða bilun er að ræða. Viðskiptavinir verða því einnig meðvitaðri um notkun sína, geta fljótt séð út þegar notkun eykst t.d. rafmagnsbíl, heitum potti eða öðru slíku, eða þegar notkun minnkar.

notkun.png

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...