Árið 2005 hóf Orkubúið innleiðingu á snjallmælum fyrst veitna. Nú er hafin innleiðing á annarri kynslóð snjallmæla og verður á næstu dögum skipt um raforkumæla í rafkyntum hluta Bolungarvíkur. Mælarnir senda sjálfkrafa upplýsingar til Orkubúsins um orkunotkun og geta notendur fylgst með notkun á mínum síðum á www.ov.is. Rafvirkjar frá Pólnum munu hafa samband og heimsækja þig til að skipta um mælinn. Mælaskiptin taka u.þ.b. 30 mínútur.