Orkubú Vestfjarða fær vottun samkvæmt ISO/IEC 27001

13. febrúar 2024

Þegar lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða voru samþykkt árið 2019 hóf Orkubú Vestfjarða vinnu við að uppfylla þau lög með hliðsjón að staðli ISO/IES27001, þegar þeirri vinnu var lokið hófst vinna við að innleiða staðalinn að fullu og fá hann vottaðann.

Þann 19. Janúar síðastliðinn hlaut Orkubú Vestfjarða síðan vottun frá BSI, British Standards Institution, öll starfsemi Orkubús Vestfjarða uppfyllir nú alþjóðlega staðalinn ISO/IEC 27001. Staðallinn snýr að upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd og er stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi.

Auk staðals ISO/IEC27001 vinnur Orkubúið eftir eftirfarandi stjórnkerfum:

ISO 9001 vottun.
Snýr að umbótum ásamt því að þróa og innleiða kerfi til að bæta ánægju viðskiptavina með því að mæta kröfum þeirra. Staðallinn á meðal annars að tryggja að hugað er að umbótum í öllum framkvæmdum, rekstri og vinnu verktaka.

ÍST 85 vottun.
Snýr að umbótum sem tryggja starfsfólki jöfn kjör og tækifæri. Staðallinn á meðal annars að tryggja jöfn laun fyrir sömu vinnu óháð kyni eða öðrum þáttum.

Öryggisstjórnunarkerfi.
Orkubú Vestfjarða hefur komið sér upp innra öryggisstjórnunarkerfi sem uppfyllir skilyrði laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Öryggisstjórnunarkerfið er tekið út af faggiltri skoðunarstofu á þriggja ára fresti. Kerfið er vottað af mannvirkjastofnun

Innra eftirlit raforkumæla.
Orkubú Vestfjarða hefur staðist úttekt á kerfi fyrir innra eftirlit í samræmi við kröfur reglugerðar nr. 1061/2008 um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum. Orkubúi Vestfjarða er veitt heimild frá Neytendastofu til að nota innra eftirlit í stað löggildinga, standist fyrirtækið árlega úttekt

Innra eftirlit varmaorkumæla.
Orkubú Vestfjarða hefur staðist úttekt á kerfi fyrir innra eftirlit í samræmi við kröfur reglugerðar nr. 561/2012 um mælifræðilegt eftirlit með varmaorkumælum. Orkubúi Vestfjarða er veitt heimild frá Neytendastofu til að nota innra eftirlit í stað löggildinga, standist fyrirtækið árlega úttekt.

Jafnlaunavottun.
Jafnréttisstofa hefur staðfest að Orkubú Vestfjarða uppfylli kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

mark-of-trust.jpg

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...