Orkubú Vestfjarða skrifar undir nýjan styrktarsamning við knattspyrnudeild Vestra

11. mars 2024

Á dögunum skrifaði Orkubú Vestfjarða undir nýjan styrktarsamning við knattspyrnudeild Vestra. Þar er um að ræða fjögurra ára samning við meistaraflokk kvenna, meistaraflokk karla og yngri flokka starf deildarinnar. Meistaraflokkur karla spilar nú í efstu deild, ný stofnaður meistaraflokkur kvenna leikur í annarri deild og hefur verið mikið og gott starf unnið í grasrótinni síðustu ár.

Orkubú Vestfjarða hefur lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð og hefur stutt við góð málefni í nærsamfélaginu til margra ára. Blómlegt og öflugt íþróttastarf á svæðinu er mikilvæg og góð fjárfesting og því vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum.

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025