Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

04. október 2024

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík þann 3.október. Fundurinn var vel sóttur en tæplega 40 manns sátu fundinn.

Sölvi Sólbergsson framkvæmdarstjóri orkusviðs opnaði fundinn með kynningu á áhrifum virkjunarinnar á afhendingaröryggi á Ströndum.

Sigmar Steingrímsson frá Verkís, sem hefur unnið umhverfismatsskýrsluna fyrir Orkubúið, kynnti umhverfismatsskýrsluna fyrir fundargestum. Farið var yfir helstu kennistærðir virkjunarinnar, lýsingu framkvæmdarinnar, umhverfisáhrif (aðallega vatnalíf, landslag og ásýnd) og niðurstöður umhverfismatsins.

Gunnar Páll Eydal einnig frá Verkís kynnti vinnu við gerð deiliskipulags vegna Kvíslatunguvirkjunar. Hann fór yfir skipulagsferlið bæði á stigi aðal- og deiliskipulags. Vinna við aðalskipulag er á vegum Strandabyggðar.

Að loknum erindunum gafst fundargestum tækifæri á að spyrja spurninga og sköpuðust góðar umræður. Þá voru fundargestir hvattir til að kynna sér umhverfismatið og bent á að enn væri hægt að senda inn umsagnir vegna umhverfismatsins og deiliskipulagsins. Frestur vegna þessa er 17.október og 11.október n.k.

Kynningarefnið er aðgengilegt hér:

Kynningavefur umhverfismatsins er einstaklega notendavænn en þar er farið yfir helstu þætti umhverfismatsins í texta og myndrænt.

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...

18. júní 2024

Leyfum okkur að vera bjartsýn !

Jarðhitaleit í Tungudal á Ísafirði miðar ágætlega þessar vikurnar.