500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

20. desember 2024

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska Kalkþörungafélagsins undirrituðu í gær samning um lagningu jarðstrengs frá Ísafirði til Súðavíkur. Þessi strengur mun tengja nýja verksmiðju Íslenska Kalkþörungafélagsins, auk þess mun strengurinn auka afhendingaröryggi rafmagns í Súðavík verulega. Í tilefni þessa tímamóta var Björgunarsveitinni Kofra í Súðavík afhentur 500 þúsund króna styrkur, 250þ. frá hvoru fyrirtæki, sem fer upp í kaup á björgunarskipinu Þór sem kom til hafnar í Súðavík í vikunni.

Bæði strengurinn og nýja skipið mun verða mikið framfaraskref hvað varðar öryggi byggðarinnar.

IMG_5727.jpeg

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025