Rafmagnsleysi í sveitum Dýrafjarðar í dag

07. október 2020

Í dag verður að taka rafmagnið af sveitalínunum í Dýrafirði einni af annarri. Byrjað verður um klukkan 10 með því að taka út Haukadalslínu í 3-4 klst. Á milli 13 og 14 verður svo Lambadalslína tekin út í 3 klst og að lokum milli 15 og 17 verður Núpslína tekin út í um 1 klst. Í öllum svona stórum aðgerðum getur tímaplan riðlast en reynt verður eftir fremsta megni að halda áætlun. Sendar verða út tilkynningar reglulega yfir daginn með upplýsingum um framgang verksins. Þökkum þolinmæði Dýrfirðinga.

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...