Mjólkárvirkjun

25. janúar 2009

Báðar vélar virkjuninnar biluðu í útslætti  23. janúar kl. 23:45.  Véli I (2,4 MW) komst ekki í gang vega vandamála í gangráð vélarinnar.  Forrit í regli virkaði ekki sem skyldi og nú þegar þetta er skrifað, þá er búið að gangsetja vélina og fasa við net.  Tekinn aftur af neti vegna miniháttar viðhaldsverkefna og fljótlega fer hún í endanlegan rekstur.

Verri og alvarlegri bilun er á vél II (5,7 MW).  Bilun í neyðarbúnaði olli tjóni á legum vélarinnar.  Varalegur til á staðnum, en óljóst hvort skemmdir á öxli eru ekki það miklar að hægt verði að gangsetja vélina án þess að slípa öxulinn.  Eftir daginn á morgun ætti að vera komið í ljós hvort þrif á öxli gangi og nýta legurnar sem til eru óbreittar.  Taksit það, þá ætti vélin að vera komin í rekstur um miðja vikuna.  Ef ekki, þá er strax hægt að gefa sér rekstrarstopp út febrúar. 

22. janúar 2025

Skipta virkjanir og staðsetning þeirra máli?

Virkjun vatnsafls og jarðhita á Íslandi hefur skilað Íslandi óumdeildu forskoti í orkuskiptum yfir...

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...